Vegalög

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 15:54:24 (8208)

     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Samgn. hefur fjallað um frv. til laga um breytingu á vegalögum sem fjallar um heimild fyrir Vegagerð ríkisins til að kaupa, eiga og hafa umsjón með ferjum og flóabátum sem reknir eru til samgöngubóta svo og að eiga aðild að félögum sem hafa eignarhald á þeim tækjum.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn frá Vegagerð ríkisins Helga Hallgrímsson vegamálastjóra, Jón Birgi Jónsson aðstoðarvegamálastjóra og Jón Rögnvaldsson, forstöðumann tæknisviðs. Þá bárust nefndinni umsagnir frá stjórn Skallagríms hf. og Hríseyjarhreppi auk umsagnar fjármálaráðuneytisins sem birt er sem fylgiskjal með nefndarálitinu á þskj. 1077. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.