Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 20:38:08 (8259)

     Árni R. Árnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held það sé rétt að við hugum að því að mannréttindi eru vissulega afstæð. Við Íslendingar höfum metið það þannig, við höfum tekið þátt í að viðurkenna að ríki sem ekki viðhafa mannréttindi með þeim hætti sem við teljum okkur gera, við höfum viðurkennt tilveru þeirra, við höfum viðurkennt sjálfstæði þeirra og fullveldi. Við erum ekki svona saklaus og við getum ekki haldið áfram eins og við séum að byrja lífið núna. Ég er þeirrar skoðunar, ég hef látið mína sannfæringu í ljós, að við höfum bætandi áhrif með því að eiga samskipti og viðskipti við fólk sem þarf að komast áleiðis í þessu atriði. Mannréttindi eru afstæð, það er að vísu mitt persónulega mat, en ég hygg að lífskjör vegi jafnmikið fyrir fólk sem býr við kröpp kjör eins og réttindi sem það nær ekki til. Ég tel það skipta miklu máli að við beitum ákvæðum samninga af þessu tagi, öðruvísi verða þeir ekki neinum að gagni, heldur ekki okkur. --- Það get ég tekið undir, virðulegi þingmaður.