Aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtaka ríkisstofnana

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 09:46:51 (8299)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég vil þakka hv. nefnd fyrir að hafa brugðist vel við og afgreitt þetta mál. Ég held að þarna sé á ferðinni mál sem sé ástæða til þess að verði fylgt eftir, að það verði unnið eftir þessari tillögu. Það er mikið réttlætismál að ríkið hætti að notfæra sér ýmsa tekjumöguleika með þeim hætti sem það gerir og það verði gerður skýr greinarmunur á sköttum og þjónustugjöldum, að tekin verði til endurskoðunar sú stefna sem hefur verið árum saman hjá opinberum aðilum að það sé jafnvel hægt að ná sér í aukatekjur með þeim hætti að ákveða þjónustugjöld miklu hærri heldur en þjónustan gefur tilefni til. Og það er þetta sem þarf að skoða og nú vona ég að af því verði.