Menningarsjóður

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 11:23:41 (8321)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Eins og fram kom hjá hv. þm. Svavari Gestssyni þá var í upphaflega frv. gert ráð fyrir að menntmrh. skipaði alla þrjá stjórnarmenn Menningarsjóðs. Meiri hluti hv. menntmn. lagði hins vegar til við 2. umr. að stjórnin yrði kjörin á Alþingi og á þá tillögu féllst ég og hún var samþykkt við 2. umr. Þess vegna legg ég til að þessi tillaga hv. þm. Svavars Gestssonar og Kristínar Ástgeirsdóttur um að menntmrh. skipi nefndina eftir tilnefningu þar til greindra aðila verði felld.