Atvinnuþróun í Mývatnssveit

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 12:03:52 (8334)

     Gunnlaugur Stefánsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég átti orðastað við þig áðan um það hvort kostur væri á að taka mál nr. 19 á dagskrá og þú taldir það sjálfsagt. Ég hef beðið þess hér um leið og ég hef fylgst af athygli með umræðum um umhverfismat að þetta mál væri tekið fyrir. Nú kynnir hæstv. forseti skyndilega að mál nr. 20 skuli tekið á dagskrá. Ég vil óska skýringa á því af hverju ekki er hægt að standa við þetta loforð sem mér var gefið. Ef það er ekki hægt, þá hlýtur að vera eðlilegt af mér að óska eftir að það verði staðið við dagskrána eins og hún liggur hér fyrir þótt ég viti það gjörla að forseta er heimilt að taka mál fyrir eftir þeirri röð sem honum þóknast. En það væri eigi að síður mjög gott þó að ég viti að annir forseta séu miklar um þessar mundir að loforð sem gefin eru standi þar til nema hann geti leiðrétt þau eða dregið þau til baka við þann sem um það biður. Ég mundi þá taka það til vinsamlegrar athugunar, en það hefur ekki verið gert.