Atvinnuþróun í Mývatnssveit

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 12:09:56 (8338)


     Gunnlaugur Stefánsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir svörum frá þér um það af hverju ekki var staðið við það loforð sem þú gafst mér um það að næst yrði tekið á dagskrá ( HG: Forseti gaf.) sem forseti gaf mér um að tekið yrði fyrir næst 19. mál og um það hafði ég borið formlega beiðni til forseta, að vísu ekki hér úr ræðustól, og hún sagt að það væri sjálfsagt mál. Nú tilkynnir hún að það hafi komið beiðni um það að taka fyrir 20. mál. Þess vegna verð ég að spyrja hæstv. forseta um það af hverju hún taki þá beiðni fram yfir. Mér virðist sem sú beiðni hafi komið frá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni þó það hafi nú ekki verið skýrt af forsetastól og ég verð að spyrja: Er verið að greina á milli þess hvort hér sé um flokkssystkini að ræða á forsetastól eður ei? Forseti verður að upplýsa það, af hverju beiðni hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar er tekin fram fyrir beiðni mína og í öðru lagi líka þar sem meira að segja um er að ræða mál, sem er á eftir því máli sem ég hef verið að biðja um að tekið yrði hér fyrir þannig að ég get staðið að því að dagskrárröð standi í þessum tveimur málum. En ég verð að fá svör við þessari spurningu frá hæstv. forseta.