Atvinnuleysistryggingar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:17:48 (8386)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegur forseti. Þó að 9. gr. eins og hún er í frv. láti ekki mjög mikið yfir sér þá felur hún engu að síður í sér að það er verið að lengja þann tíma sem fólk sem sagt hefur starfi sínu lausu þarf að bíða án bóta, úr 30 dögum í 40 daga, það er í a-lið þessarar greinar. Í b-lið er verið að fella út rétt fólks til þess að afþakka vinnu og koma með gild vottorð frá læknum þess efnis að það geti ekki tekið tiltekna vinnu. Er þetta hvort tveggja í senn vantraustsyfirlýsing á lækna landsins sem og það fólk sem slík vottorð fær og þess vegna segi ég nei.