Frestun á fundum Alþingis

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 20:28:25 (8442)

     Jón Kristjánsson (um þingsköp) :

    Virðulegi forseti. Ég heyri að það eru ekki alveg hreinar línur í því hvað þingflokksformenn hafa rætt með sér í dag en ég held að það sé afskaplega auðvelt að leysa úr þessari flækju --- ef það er einhver flækja, mér finnst þetta mál liggja mjög einfalt fyrir því að stjórnarandstaðan hefur ekki verið hér til trafala síðustu klukkustundirnar --- það er bara hreinlega að klára atkvæðagreiðslu um þessi mál sem eru á dagskránni og fresta umræðu um þingfrestunartillöguna, setja síðan nýjan fund og taka 3. umr. um þau mál sem þá eru eftir og taka síðan þingfrestunartillöguna í lokin. Ég sé ekki annað en að þetta muni ganga greiðlega fyrir sig á tiltölulega skömmum tíma ef menn fara þessa leið. Þannig að málið er ekkert flókið. Það er hægt að ljúka þessum þingstörfum á tiltölulega skömmum tíma ef það er bara gengið í það og gengið í atkvæðagreiðslur og hætt að ströggla um þessa þingfrestunartillögu sem er eðlilegast að taka á síðasta fundinum.