Frestun á fundum Alþingis

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 20:43:30 (8448)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Vegna þess að hv. formaður þingflokks Sjálfstfl. vitnaði hér í fund sem við vorum með honum á, auk mín hv. þm. Kristín Einarsdóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhann Ársælsson, þar

sem við vorum að ræða um hvernig ljúka mætti þessu þingi, þá er það rétt sem hann sagði að það var mikill vilji fyrir því að ljúka þingstörfum og í fullri sátt. En það voru margir óvissuþættir þegar við skildum og við ætluðum að hittast aftur þegar þeirri óvissu væri eytt. Sá fundur hefur aldrei verið haldinn þannig að við höfum ekki gert neitt samkomulag um þá frestunartillögu sem hér er til umræðu Ég tek undir með hv. 3. þm. Vesturl. sem sagði hér áðan að við gerðum ekki samkomulag um það. Við ætluðum að ræða saman aftur þegar þessum óvissuþáttum væri eytt. Þess vegna tel ég rétt að fresta þessari tillögu nú og taka hana upp þegar við erum búin að sjá hvernig á að ljúka málum hér.