Frestun á fundum Alþingis

177. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 21:48:52 (8471)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Fyrir utan þau almennu atriði og sérstöku við þessa tillögu sem hv. 4. þm. Norðurl. e. rakti hér áðan, þá er nauðsynlegt að benda á það að við þessar aðstæður er nú verið að senda þingið heim frá óleystum mjög alvarlegum vandamálum, í fyrsta lagi í sjávarútvegi landsmanna, í öðru lagi að

því er varðar greiðsluvanda heimilanna sem hefur verið ræddur hér að undanförnu og í þriðja lagi er ljóst að með þessari samþykkt á þingfrestuninni, ef af verður, er verið að skapa hér aðstæður til þess að tryggja það að minni hlutinn geti í raun og veru beitt meiri hluta hér í þinginu valdi í tilteknu máli, þ.e. að því er varðar búvörulögin. Það er verið að koma í veg fyrir það að sá meiri hluti sem til er hér í þinginu í þeim efnum nái fram að ganga. Og það er sérkennilegt, verð ég að segja ef hv. þm. sem hafa borið það mál fyrir brjósti úr stjórnarliðinu, ef þeir una þessum vinnubrögðum. Þau eru fyrir neðan allar hellur en þau eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei.