Framleiðsla og sala á búvörum

177. fundur
Sunnudaginn 09. maí 1993, kl. 00:23:04 (8504)

     Vilhjálmur Egilsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil nú bara segja það, að með því að lesa þessa 62. gr. og hvernig umræður hafa gengið, þá er umræðum lokið um þetta mál. Þessi grein á fyrst og fremst við í þeim tilfellum þegar verið er að koma í veg fyrir að það séu yfirleitt umræður um mál. Mér finnst það vera alveg hárrétt hjá forseta að úrskurða svona og skil ekkert í hv. þm. að vera að byrsta sig svona með alls konar hótanir. ( SvG: Þetta er ekki fundur í Verslunarráðinu.) --- [Umræðu frestað.]