Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 13:37:08 (103)


     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nú þarf ég að lesa nákvæmlega fyrir hæstv. forsrh., með leyfi forseta:
    ,,Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða á hvers konar fullveldisrétti í íslenskri lögsögu, framsal einhvers hluta ríkisvalds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða samtaka eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnhögum ríkisins nema samþykki Alþingis komi til.`` Og það verður að samþykkja það með þremur fjórðu hlutum atkvæða. Það er ekkert verið að gefa . . .  (Gripið fram í.) Hvers vegna í ósköpunum vill forsrh. þá veita það mikla framsal ef hann vill lesa þetta með þessum augum, hvernig í ósköpunum getur hann þá lesið íslensku stjórnarskrána eins og hann hafi leyfi til að framselja það mikla vald til EB-, EES-stofnana og EFTA-stofnana sem hann ætti þó að gera með einföldum meiri hluta? (Gripið fram í.) Því miður er þetta misskilningur hjá forsrh.