Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 13:38:14 (104)


     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Hér er til umræðu frv. til stjórnarskipunarlaga og samkvæmt þingskjali eru flutningsmenn Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Einarsdóttir, Páll Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ragnar Arnalds.
    Meðal þessara hv. þm. eru tveir þingmenn sem gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og annar þeirra situr hér fyrir framan mig og er ég þakklátur fyrir það að hann ætlar að hlýða á mál mitt en hinn, 1. flm. frv., er ekki hér í salnum. Ég sé mig hins vegar neyddan til þess að ræða allmikið um störf fyrri ríkisstjórnar. Hv. þm. Steingrímur Hermannsson stýrði þeirri ríkisstjórn og því vil ég óska eftir því að 1. flm. þessa frv. sé viðstaddur umræðuna. Ef ekki er hægt að verða við þessari ósk minni vil ég fara fram á það að ég fái að gera hlé á máli mínu þangað til 1. flm. frv. sér sér fært að vera

í þingsal. ( Forseti: Forseti mun gera ráðstafanir til að athuga hvort 1. flm. frv. sé í húsinu og verður úr því skorið innan skamms. --- Það er upplýst að 1. flm. frv. er ekki viðstaddur. Hann er að sinna störfum í bankaráði Landsbankans og verður því eigi hér að svo stöddu. Óskar ræðumaður að fresta ræðu sinni?) Hann óskar þess.