Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 15:08:47 (114)


     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil í þessu sambandi vitna orðrétt, með leyfi forseta, í skýrslu utanrrh. þar sem segir á bls. 19 um EES-dómstól:
    ,,Í samningaviðræðunum hafa EFTA-ríkin talið að samkomulag væri um að settur yrði upp sameiginlegur EES-dómstóll í tengslum við EB-dómstólinn, sem dæma mundi í deilumálum aðila og tryggja samræmda túlkun EES-reglna í öllum aðildarríkjunum.`` (Gripið fram í.)

    Miðað við þetta og þær upplýsingar sem ég hef haft hér (Gripið fram í.) og borið fram í ræðu minni þá tel ég að á þessu stigi málsins hefði verið gjörsamlega óafsakanlegt fyrir forsrh. sem bar ábyrgð á stjórnarskrármálum að láta ekki skoða þennan þátt alveg sérstaklega, ekki síst með tilliti til þeirra upplýsinga sem honum höfðu borist.