Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 17:06:37 (124)


     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Við getum ekki gerst aðilar að EES öðruvísi en afsala hluta af fullveldi okkar og það er búið að rekja það nákvæmlega hér í þessum umræðum og ég þarf ekki að endurtaka það. Kjarni þessa frv. er ekki að opna leið inn í Evrópubandalagið. Kjarni þess er að stoppa þá menn sem eru á harðahlaupum þangað eða setja upp hindrun fyrir óprúttna stjórnmálamenn til þess að reyna að koma í veg fyrir það slys að þeir flæki okkur inn í Evrópubandalagið með tæpum meiri hluta á Alþingi.