Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 17:29:50 (130)


     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Staðreyndin liggur fyrir í þessu máli. 31,7% er á móti, 26,9% með og þegar skoðað er hlutfall þeirra sem afstöðu tóku þá liggur það fyrir að meiri hluti þeirra sem afstöðu tók er andvígur aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Og það liggur líka fyrir í annan stað, virðulegi forseti, að utanrrn., mér liggur við að segja, með leyfi forseti, snautaðist ekki til að upplýsa þetta fyrr en það var knúið til þess í umræðum hér á Alþingi í dag. Og þetta auðvitað kemur upp um strákinn Tuma, staðfestir það að það er með óheiðarlegum hætti verið að reyna að nota peninga skattborgaranna til að hanna áróðursefni á vegum utanrrh. inni í utanrrn.