Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 17:36:31 (136)


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vona að við hv. 1. þm. Norðurl. v. og ég getum orðið sammála um það að hvorki stjórnarskrána né þarfir almennigs, þarfir þjóðfélagsins megi umgangast af léttúð. Þetta er náttúrlega það mikilvæga í þingstörfunum sem okkur ber að sjálfsögðu jafnan að virða. En af því að sundmennt þingmanna Norðurl. v. var nefnd þá get ég frætt hv. 1. þm. Norðurl. v. um það að ég átti ekki við Ragnar Arnalds þegar ég vitnaði til þessara fleygu orða, að nú lægi helst fyrir að stinga sér til sunds. Það var forveri hv. 1. þm. Norðurl. v. sem sagði þau orð á sínum tíma.