Staða Kópavogshælis

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 16:39:19 (176)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Mér sýnist á öllu að okkur hafi skotist heldur illa þegar við endurskoðuðum þingsköpin og hefðum við kannski átt að hafa sérstök ákvæði um núv. hæstv. heilbrrh. Þó að það gildi almennar reglur um aðra ráðherra og þingmenn, þá þyrfti að hafa sérstakar reglur um núv. hæstv. heilbrrh. og heilbrrh. yfirleitt, a.m.k. svo lengi sem hann heitir Sighvatur Björgvinsson því að staðreyndin er sú að hann svaraði ekki lykilspurningu sem er þessi: Hvað hefur nefndin gert sem var ákveðið að skipuð yrði og lýst yfir í vor þegar lögin um málefni fatlaðra voru afgreidd? Það er algerlega óhjákvæmilegt að svar við þessri spurningu fáist hér, virðulegi forseti, því að ella hangir meðferð þessa máls í algerlega lausu lofti gagnvart þingheimi.