Evrópskt efnahagssvæði

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 23:18:50 (223)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta er einnig misskilningur hjá hv. þm. Þetta kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir mig. Ég var að útskýra það áðan að 4. gr. er auðvitað lykillinn að þessu fjölmúlavíli sem samningurinn er í heild og meginatriði málsins. Hins vegar var það þannig að þegar menn voru að fjalla um þessi mál í tíð síðustu ríkisstjórnar, þá var gert ráð fyrir ákveðnum efnislegum fyrirvörum, t.d. á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs, orkumála og fleiri þátta. Hæstv. utanrrh. óskaði þá eftir því að allir þessir fyrirvarar yrðu settir til hliðar og það var þess vegna sem hann fékk aldrei samningsumboð hjá fyrrv. ríkisstjórn til þess að ljúka þessu máli. Samningsuppboð fékk hann ekki fyrr en 5. maí 1991 í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.