Kjaradómur

12. fundur
Miðvikudaginn 02. september 1992, kl. 14:54:42 (242)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir það að það skuli fram hér að það sé gerður skýr greinarmunur á því að skrifa upp á eða bera ábyrgð á og hafa vitund um og vilja hverjar yfirvinnugreiðslur eru. Vegna þess að þetta er mjög mikilvægt mál fyrir þá sem hér eiga í hlut, þá skil ég það svo og ég þakka hv. þm. fyrir það að hann hafi að sjálfsögðu samþykkt yfirvinnuna og að það sem hér er eftir honum haft þýði einungis það að hann hafi ekki skrifað upp á þessa yfirvinnu sjálfur. Og það er það sem skiptir öllu máli að menn fái að vita vegna þess að þessi ummæli hv. þm. voru kannski af eðlilegum ástæðum misskilin af æðimörgum eins og kom fram í frekari umræðum um þetta mál í blöðum. En ég þakka hv. þm. hreinskilni hans hér í umræðunni.