Kjaradómur

12. fundur
Miðvikudaginn 02. september 1992, kl. 15:03:28 (248)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Þetta er að sjálfsögðu mjög athyglisvert mál sem hér er bryddað upp á. Ég vil taka það fram að í mínu máli hér áðan ræddi ég um stjórnarskrána, um þingskapalög, um frv. til staðfestingar laganna, um lög um Kjaradóm, bæði fyrr og nú, og um fyrirliggjandi lagafrv. um Kjaradóm. Öll þessi lög og lagafrumvörp höfðu að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir efni þess máls sem var á dagskrá sem var frv. til staðfestingar laga um bráðabirgðalög. Ég vil að þetta komi hér fram af því að ég tel að allir þingmenn hafi rétt á því þegar þeir fara með framsöguræðu fyrir einstökum málum að nefna til sögunnar bæði lög, lagafrumvörp og annað það sem tengist beinlínis efni þess máls sem á dagskrá er og vil láta þennan skilning minn fá að koma hér fram við þessa þingskapaumræðu.