Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 16:38:53 (278)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Kjarni þessa máls er sá að Evrópubandalagið hefur viðurkennt í þessum samningum að þeir fyrirvarar, sem eru í löggjöfinni, fái að halda. Evrópubandalagið hefur með öðrum orðum viðurkennt að sú löggjöf sem Alþb. setti á síðasta kjörtímabili fái að standa. Það mun ekkert annað gerast við gildistöku þessara samninga en þingmenn Alþb. voru búnir að ákveða á síðasta kjörtímabili. Það er kjarni málsins.