Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Fimmtudaginn 03. september 1992, kl. 17:36:09 (283)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst þessi svör heldur rýr. Ég gat ekki fundið út úr þeim hvaða hag íslenskir aðilar hefðu af þeim samningi sem hlyti að eiga að vera á bak við samning sem þennan. Ég vil benda á að á undanförnum árum hefur oftast nær ekkert verið veitt af þessari grænlensku loðnu og að meðaltali sl. 12 ár eða eitthvað svoleiðis hafa náðst 7.000 tonn. Nú eru Íslendingar tilbúnir að skrifa upp á það að skipta á 30.000 tonnum og 3.000 tonnum af karfa.