Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 14:39:21 (363)


     Stefán Guðmundsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Hér hefur það komið skýrt fram að umræður og kynning á texta bráðabirgðalaganna hefur ekki farið fram í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrr en eftir að lögin voru gefin út. Þetta er ljóst. Þetta hefur komið fram bæði hjá hæstv. umhvrh., sem talar hér fyrir hönd Alþfl., og einnig hæstv. fjmrh. Þá er það spurningin: Spurði ekki forseti þjóðarinnar hæstv. forsrh. að því hvort gengið hefði verið úr skugga um það að meiri hluti þingmanna væri fylgjandi setningu bráðabirgðalagann og texta þeirra? Spurningin er enn: Hverju svaraði hæstv. forsrh.?