Kjaradómur

15. fundur
Þriðjudaginn 08. september 1992, kl. 16:40:01 (398)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nú er þrautreynt að við náum ekki saman í þessu máli, ég og hæstv. fjmrh. En ég vil benda ráðherranum á að afstaða Sjálfstfl. á þeim tíma var ekki bara afmörkuð eða mótuð á þeirri forsendu að ríkisstjórnin hefði hugsanlega haft tíma til að grípa til aðgerða meðan þingið sat heldur var það að mati Sjálfstfl. ósiðlegt og jafnvel ólögmætt að setja lög sem breyttu niðurstöðu dóms. Ég fæ ekki séð annað en þessi flokkur sem gagnrýndi þetta hvað mest fyrir tveimur árum sé að gera nánast það sama núna.