Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Miðvikudaginn 09. september 1992, kl. 23:24:15 (450)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég var ekki einungis að tala um fríverslun með fisk heldur það sem stendur í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að tryggja íslenskum sjávarútvegi jafna samkeppnisaðstöðu, þar með talið með hliðsjón af ríkisstyrkjum. Þessi kafli er skrifaður af núv. ríkisstjórn eftir að hún kom til valda og hlýtur að vera lýsing á þeim markmiðum sem hún gefur sér og telur raunhæft að ná þannig að svar hæstv. forsrh. gengur ekki upp og dugar mér ekki. Það er verk núv. ríkisstjórnar að hafa skrifað upp á það sem grundvallaratriði að Evrópubandalagið megi í framtíðinni styrkja sinn sjávarútveg, sem er að keppa við okkar sjávarútveg, um gríðarlegar upphæðir á hverju ári.