Gjaldeyrismál

18. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 13:47:59 (585)


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er bara eitt atriði sem ég vil að sé alveg skýrt. Ég var ekki að gagnrýna það að í þessum frumvörpum væru fleiri efnisþættir en sneru beint að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég vildi hins vegar að hér kæmi skýrt fram að það hlyti að setja miklu meiri kröfur á nefndina og það yrði að taka tillit til þess í öllum tímaplönum varðandi endanlega samþykkt eða endanlega ákvarðanatöku um samninginn hér á Alþingi. Menn verða að taka tillit til þess að ekki er hægt að ætlast til þess að þingmenn taki þar afstöðu fyrr en þessari vinnu í nefndunum er lokið.