Tollalög

20. fundur
Mánudaginn 14. september 1992, kl. 15:05:34 (693)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Um leið og ég lýsi því yfir að mér finnst eðlilegt að þetta mál sé til umræðu í nefndinni vil ég koma á framfæri sem ábendingu til nefndarinnar að hún mætti gjarnan skoða mjög rækilega hvort Alþingi Íslendinga, íslenska ríkisstjórnin og íslenska þjóðin geti ekki ýtt undir það að gerðir séu víðtækir viðskiptasamningar á grundvelli GATT svo við getum um leið og við lækkum tolla til Íslands lækkað tolla á okkar stóru markaðssvæðum þannig að um gagnkvæma samninga verði að ræða.