Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 17:30:01 (749)

     Össur Skarphéðinsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég verð að lýsa undrun minni og óánægju með orð hv. þm. Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Það er alvanalegt hér í þinginu, og hefur a.m.k. verið það frá því að ég kom fyrir tiltölulega skömmum tíma á þetta þing, að forseti verði við beiðni þingflokksformanna þegar svo stendur á. Ég hygg að hv. þm. sé kunnugt um fordæmi fyrir því fyrr á þingveru hennar. Ég verð þess vegna að segja að ég er ósáttur við þessi ummæli og bendi henni á að þótt það sé vissulega slæmt að hún sem einn af flm. frv. nái ekki að tjá sig núna hefur hún allt kvöldið fram undan.