Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 17:30:45 (750)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Vegna orða síðasta hv. ræðumanns um þingsköp vil ég taka fram að ég hafði ekki hugsað mér að nota tíma af því tagi sem hann heldur kannski að ræðutími eigi að flokkast, þ.e. að nota heilu og hálfu kvöldin. Ég hafði einungis í huga að ég kæmi mínum sjónarmiðum á framfæri eins og aðrir án þess að umræðan væri rofin. Ég er alls ekki að gagnrýna það að gert sé hlé vegna þingflokksfunda, heldur einungis það að of skammur tími var ætlaður til þess að allir aðilar málsins, allir þeir flokkar sem standa að flutningi þessara frumvarpa, hefðu möguleika á að tjá sig og það finnst mér allsendis óviðunandi. Hins vegar geri ég enga athugasemd við það þó að hér sé gert hlé vegna þingflokksfunda. Slíkt er alvanalegt eins og bent hefur verið á og þeir sem hafa ekki skilið orð mín í fyrra sinn ættu að skilja þau núna.