Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 22:08:28 (778)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég bendi hæstv. ráðherra á það, sem hann hlýtur raunar að hafa tekið eftir nú þegar, að það getur hann einmitt gert. Hann getur farið að lögum og jafnframt framkvæmt með þeim hætti sem við segjum til um í frumvörpunum. Það að fresta því að senda út bréf getur jafnframt þýtt að þau lög sem e.t.v. verða í gildi í vikulok, ef þessi frv. verða samþykkt, munu gilda.