Lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 15:26:32 (827)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil taka undir mörg af þeim viðvörunarorðum sem hv. 2. þm. Vestf. flutti hér varðandi heimildir frá Alþingi við útgáfu reglugerða. Ég tel að það sé full ástæða til þess að velta þeim málum rækilega fyrir sér þegar rætt er um aðildina að EES.
    Aðalerindi mitt hér í ræðustólinn var þó að árétta það sem ég hef áður sagt, og mér þótti hv. 2. þm. Vestf. snúa út úr í upphafi ræðu sinnar. Ég sagði það hér að það er ekki trygging fyrir góðum stjórnarháttum að hafa ítarlega stjórnarskrá. Lýðræðislegir stjórnarhættir og stjórnarhættir sem eru til fyrirmyndar geta verið í ríkjum þar sem engar eru stjórnarskrárnar. Þetta voru mín orð og ég vil ekki að hans túlkun á þeim standi hér óleiðrétt.