Lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 15:27:37 (828)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég get tekið undir að það getur verið gott stjórnarfyrirkomulag í landi þó að stjórnarskráin sé ekki fullkomin. Ef í góðri stjórnarskrá er ekki að finna neina veikleika, eins og var með þýsku stjórnarskrána, sem ég vitnaði í, tel ég að hún sé trygging. Hún er að minnsta kosti sú eina trygging sem þegnarnir hafa gegn ofríki framkvæmdarvaldsins ef framkvæmdarvaldið hyggst fara fram með ofríki. Þetta tel ég nauðsynlegt að komi hér fram.