Stjórnarskipunarlög

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 13:15:12 (885)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Svör mín má lesa út úr því sem ég hef þegar sagt. Ég hef áður haldið því fram að ekki sé um neitt fullveldisafsal að ræða vegna þessara samninga. Ég les reyndar úr skýrslu hinna fjögurra sérfræðinga að þeir séu sama sinnis, að ekki sé um að ræða fullveldisafsals þjóðarinnar. Það er hvergi hægt að lesa úr skýrslu þeirra eða greinargerð að þeir telji svo vera. ( KHG: Ekki vel lesið.) Ekki fullveldisafsal, það kemur hvergi fram hjá þeim.