Stjórnarskipunarlög

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 13:16:09 (886)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að hæstv. ráðherra svaraði ekki tveimur spurningum. Sú fyrri var um það hvort hann teldi að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá væri heimilt að framselja vald í einhverjum mæli. Ég er ekki að segja fullt og fast. Seinni spurningin var um það hvort hann teldi að frv. um forúrskurð kalli á stjórnarskrárbreytingu. Ég vakti athygli á því að fjórmenningarnir hafa ekki gefið upp álit sitt á því hvort slíkt frv. standist stjórnarskrána.