Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 13:30:45 (890)

     Flm. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka þau svör sem hér hafa komið fram og ég skal taka þau orð mín aftur að það hafi verið átt við kröfuna um þjóðaratkvæði um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði og verið reynt að gera það mál tortryggilegt með óskinni um þjóðaratkvæði. Ég fagna því að þetta skuli hafa komið fram og þá ættum við að geta rætt málið, að þessari yfirlýsingu fenginni, á málefnalegum nótum og án þess að reyna að gera þá sem vilja fylgja þessu máli að efnum, þ.e. þjóðaratkvæði, á nokkurn hátt tortryggilega.