Kjaradómur

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 17:59:30 (956)

     Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Halldór Ásgrímsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst það óviðunandi að þessari umræðu ljúki án þess að fjmrh. svari spurningum sem fyrir hann hafa verið lagðar. (Gripið fram í.) Það má vel vera að það hafi verið mistök. Ég hafði ekki ætlað mér að lengja þessa umræðu neitt. Mér finnst það lágmark að hæstv. fjmrh. taki hér til máls. Það virðist vera að forseta liggi einhver ósköp á að ljúka þessu, en ég heyri að þetta hafi verið mistök af hálfu fjmrh. og ég vænti þess að forseti heimili að umræðan haldi áfram og við fáum þá tækifæri til þess að ákveða hvort við tökum til máls að lokinni ræðu hæstv. fjmrh.