Kjaradómur

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 18:33:02 (966)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef ég skil hv. þm. rétt hefur hann ekki skilið mig rétt. Ástæðan fyrir því að þetta ákvæði var sett inn í bráðabirgðalögin sem hv. þm. vitnaði til var að opna Kjaradómi leið til þess að taka sérstakt tillit til hópa eða einstaklinga og það sem við höfðum í huga voru prestar og dómendur. Það hefur hins vegar komið fram í ræðu minni að ég taldi ástæðu til þess í því frv. sem liggur nú fyrir og er til umfjöllunar í hv. nefnd að taka skýrt fram að gera greinarmun á dagvinnuþættinum annars vegar og yfirvinnuþættinum hins vegar vegna þess ef heildarlaunin mynda grunn fyrir eftirlaunaréttinn þá gerist það að kjaradómsmenn hafa margfalt betri rétt en þeir sem í dag verða að semja við ríkisvaldið um kaup og laun. ( GHelg: Líka þingmenn?) Þingmenn semja ekki um laun sín. Laun þingmanna eru háð kjaradómsúrskurði.