Skipan opinberra framkvæmda og opinber innkaup

23. fundur
Fimmtudaginn 17. september 1992, kl. 20:45:41 (978)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil fara þess á leit við forseta að umræðu verði frestað um þetta mál. Að mínu mati er það öllum að meinalausu að umræðu um þetta mál verði frestað fram yfir þinghlé og raunar ætti það að vera í allra þágu ef við ætlum að klára það sem fyrir liggur fyrir annað kvöld.
    Ég bendi á að fyrir efh.- og viðskn., sem kemur til með að fá þetta frv. til umfjöllunar, liggja nú þegar næg verkefni sem búið er að senda út til umsagnar. Þess vegna rekur ekkert á eftir því að umræðu um þetta mál verði haldið áfram.
    Ég bendi á að við nefndarmenn í efh.- og viðskn. höfum alls ekki haft undan síðustu dagana að kynna okkur þau mál sem til okkar hefur verið beint.
    Ég fer þess vegna fram á það, virðulegi forseti, að þessu máli verði frestað.