Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 14:35:15 (1043)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Ég held að líka sé ástæða til að draga það fram, virðulegi þingmaður, að við getum sett okkar reglur varðandi störf þar sem nauðsyn er á íslenskukunnáttu. Ég held að það séu nokkuð mikilvæg völd fyrir okkur þegar við getum samræmt það á hinum ýmsu stöðum um landið hvar er nauðsynlegt er að setja kröfur um íslenskukunnáttu. Ég vil ítreka að það er sá skilningur sem er alveg klár að hvert land setur sínar kröfur í þessu efni, hvaða störf falla hér undir og ég held að það sé mjög mikilvægt að það liggi fyrir.