Vinnumarkaðsmál

24. fundur
Föstudaginn 18. september 1992, kl. 15:45:31 (1063)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Varðandi spurningu hv. þm. um það hvort Ísland gæti komið í veg fyrir að slík tillaga næði fram að ganga þá hefur Ísland neitunarvald og gæti komið í veg fyrir slíkt. Varðandi það hvort Ísland mundi gera það þá get ég út af fyrir sig ekki svarað því en ég mundi leggjast gegn því að slík tillaga yrði samþykkt. Þriðja spurningin var? Er hv. þm. búinn að gleyma . . .  ? ( KHG: Hún var hvort óheimilt væri þegar frá fyrsta starfsdegi að greiða lakari laun en gilda og lögin kveða á um.) Já, það er óheimilt. ( KHG: En um 6. gr., áróðurinn?)