Varamenn taka þingsæti

25. fundur
Þriðjudaginn 06. október 1992, kl. 13:32:32 (1091)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 6. okt. 1992:
    ,,Þar sem Össur Skarphéðinsson, 17. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér að beiðni hans með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Alþfl. í Reykjavík, Magnús Jónsson veðurfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta tilkynnist yður hér með, virðulegi forseti.``

    Undir bréfið ritar Sighvatur Björgvinsson, varaformaður þingflokks Alþfl.
    Magnús Jónsson veðurfræðingur hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.
    Þá hefur mér borist annað bréf, dags. 1. okt.:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindagerðum get ég ekki sótt þingfundi á næstunni. Því leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varaþingkonu taki 2. varaþingkona Kvennalistans í Reykjavík, Guðný Guðbjörnsdóttir dósent, sæti

á Alþingi í fjarveru minni.

Virðingarfyllst,

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 10. þm. Reykv.``


    Þá hefur borist bréf, dags. 1. okt.:
    ,,Það tilkynnist hér með að vegna anna sér undirrituð sér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Virðingarfyllst,

Guðrún J. Halldórsdóttir.``


    Guðný Guðbjörnsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.