Friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana

26. fundur
Miðvikudaginn 07. október 1992, kl. 15:16:09 (1138)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að endurtaka það sem ég sagði áðan að með þessu lagafrv. er ekki gerð tillaga um að víkka reglugerðarvald ráðherrans, auka það eða breikka á nokkurn hátt. Reglurnar yrði ráðherrann að sjálfsögðu áfram að setja innan ramma þeirra samninga sem lagagildi hafa öðlast á Íslandi eða staðfestir hafa verið af þinginu. Þetta er nákvæmlega eins og verið hefur en það er eingöngu verið að firra þingið þeirri fyrirhöfn sem af því hlýst að þurfa að setja með nýjum lögum ákvæði um forréttindi og friðhelgi í hvert sinn sem Ísland gerist aðili að samningi og reyndar þá líka verið að setja niður almenna reglu um það hvers konar forréttindi og fríðindi þingið er reiðubúið að samþykkja.