Jarðhitaréttindi

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 14:42:59 (1198)

     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Mér þykir leitt að hæstv. forseti skuli stýra með þeim hætti sem hér er gert og ekki gera gott úr því sem ég leit á sem mistök af hálfu hæstv. forseta. Ég hafði beðið um orðið til andsvars þegar að lokinni ræðu hæstv. ráðherra og vakti athygli á því og ekki stóð á hv. 2. þm. Suðurl. að gefa stólinn eftir þegar það lá fyrir. Hér er því að mínu mati fundarhaldi ekki stýrt með eðlilegum hætti að því er snertir þingsköpin. Ég ætla ekki að erfa það við hæstv. forseta en vildi vekja frekari athygli á þessu.