Jöfnunartollur á skipasmíðaverkefni

28. fundur
Fimmtudaginn 08. október 1992, kl. 16:48:26 (1228)

     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Aðeins smáathugasemd vegna ummæla hv. 3. þm. Vesturl. sem taldi mig hafa sagt að ekki væri hægt að beita jöfnunartollum gagnvart Pólverjum. Það sagði ég reyndar ekki. Ég sagði hins vegar að þessi jöfnunartollur mundi ekki vega upp þann gífurlega verðmun sem er á verkum sem unnin eru í Póllandi og á Íslandi. Þá á ég við það að þegar Pólverjar bjóðast til að vinna verkin fyrir helming af

lægstu tilboðum Íslendinga og Norðmanna er þar á ferðinni svo gífurlegur verðmunur að jöfunartollar geta aldrei brúað það bil. Að sjálfsögðu er ég sammála honum um það að jöfnunartollur, ef hann verður settur á, mun að sjálfsögðu gilda jafnt gagnvart Pólverjum sem öðrum þjóðum.
    Vegna ummæla hæstv. iðnrh. um Hekluverkefnið vil ég taka fram að mér er það að sjálfsögðu kunnugt hvaða ráðuneyti hafði með það mál að gera og nefndi ekki hæstv. iðnrh. í því sambandi.