Lánasjóður íslenskra námsmanna

34. fundur
Mánudaginn 19. október 1992, kl. 15:41:17 (1401)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég kann ekki við að það sé verið að bera það á borð fyrir hv. þingheim að það hafi ekki verið hægt að tala hér utan dagskrár um þetta mál vegna eilífra fjarvista minna í þinginu í haust. (Gripið fram í.) Ég andmæli þessu. Hv. þm. hefur aldrei farið þess á leit við mig að ég taki þátt í umræðu utan dagskrár. Ég hef heyrt það utan að mér að hv. þm. væri að hugsa um það en það hefur aldrei verið farið fram á það við mig. Ég var fjarverandi í síðustu viku og sit raunar ekki á þingi núna, varamaður minn er hér inni, en það er rétt að einn og einn dag hef ég verið í burtu. Það er alveg rétt. En ég mótmæli því að það hafi ekki verið hægt að tala hér utan dagskrár um eitthvert sérstakt áhugamál hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur vegna fjarveru minnar. Ég mótmæli því.
    Ég mun verða hér viðstaddur þessa umræðu, haldi hún áfram í dag, það mun ég verða. Þótt hún standi fram á nótt skal ég vera hér viðstaddur.