Kvöldfundur

40. fundur
Þriðjudaginn 27. október 1992, kl. 19:05:37 (1601)


     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég er að vísu staðgengill þingflokksformanns Framsfl. en hann mun ekki hafa rætt við forsætisnefnd þingsins um kvöldfund.
    Mér er fullljóst að það er í starfsáætlun þingsins að hafa kvöldfundi á þriðjudögum ef á þarf að

halda. Hins vegar er þetta ný regla og það er skilyrði að tilkynna það fyrr því það var alveg ljóst að umræða í dag mundi verða alllöng. Ég hef ekki haft tök á því að kanna hverjir ætla að taka til máls um annarrar umræðu málin. Ég get alveg fallist á að það verði mælt fyrir þessum málum ef menn eru tilbúnir til þess. En ég fer þá fram á að umræðu verði ekki lokið. Ég skil satt að segja ekki ef hér er um samkomulagsmál að ræða að svo knýjandi sé að klára þau í matartímanum.