Fuglaveiðar og fuglafriðun

41. fundur
Miðvikudaginn 28. október 1992, kl. 18:11:22 (1638)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. hafi ekki lesið frv. sem hér er um að ræða nægilega vel enda þótt efnisgreinin sé ekki nema fjórar línur. Þar segir:
    ,,Ráðherra er heimilt með reglugerð að veita undanþágu frá skilyrði 2. og 3. mgr. um íslenskan ríkisborgararétt og að binda réttinn búsetuskilyrði, . . .  ``
    Það er ekki verið að fara aftan að einum eða neinum með þeim ákvæðum sem hér eru til umræðu, síður en svo.