Lánsfjárlög 1993 o.fl.

43. fundur
Fimmtudaginn 29. október 1992, kl. 19:20:57 (1735)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er réttur skilningur að við erum sammála, ég og hæstv. fjmrh., að það er best að þessar tillögur komi frá aðilum vinnumarkaðarins. Ég get einnig tekið undir að fjárlögin sem slík hljóta að vera í endurskoðun eftir framvindu hlutanna á árinu. En ég minni hæstv. fjmrh. á öll atriði varðandi grunn tekjuþáttarins, þ.e. ákvarðanir varðandi skattlagningu, eru þess eðlis að þær verða af tæknilegum ástæðum að liggja fyrir í lok ársins á undan viðkomandi skattaári. Og þar er mjög mikil vinna óunnin. Við vitum ekkert um það í dag hvernig tekjuöflunarfrv. koma til með að líta út. Því miður sé ég ekki hvernig hæstv. fjmrh. getur látið vinna þá vinnu í sínu ráðuneyti á meðan sú óvissa ríkir sem nú er.