Lánskjör og ávöxtun sparifjár

44. fundur
Mánudaginn 02. nóvember 1992, kl. 14:57:24 (1752)

     Flm. (Eggert Haukdal) :
    Virðulegi forseti. Ég fagna mjög auknum stuðningi úr Alþb. við þetta mál. Það er erfitt að koma hæstv. ráðherra í skilning um þessi mál. Hann tuðar og endurtekur: Það er verðbólgan en ekki verðtryggingin. En veit hann ekki að þetta er náskylt og vaxtahækkanirnar fara beint út í verðlagið? Um það er lýkur leiða þær til hruns. Afstaða ráðherra til þessa máls er alveg furðuleg. Hann talar um að nú sé frv. ekki vorboði af því að það er flutt að hausti þegar það er að myrkra af nótt. Hæstv. ráðherra veitti ekki af vorboða þó að haust sé.
    Síðar á þessum fundi á að ræða um atvinnuleysi. Myrkrið felur ekki atvinnuleysið. Það vantar vorboða þar og í mörgu tilliti, hæstv. ráðherra. Mál væri að vakna.